30.8.2015 | 16:19
Helmings verðmunur milli landa
Merkileg þessi umræða um óþjóðholla Íslendinga sem versla í útlöndum. Samt er oft allt að helmings verðmunur milli Íslands og "útlanda".
Nokkur dæmi: Ég bý í Sverige. Hér kostar Playstation 4 um 45 -50.000 kr en 80.000 heima. Hér eru barnaföt yfirleitt helmingi ódýrari en heima. Hlustunartæki sem notað er til að fylgjast með börnum í vöggu kostar 15.000 kr heima en 8.000 kr í Sverige. Sama á við um sjónvörp og önnur tæki. Svo ekki sé talað um mat. Eða bankalán! Hér í Svíþjóð væru íslensk bankalán talin okurlán og bönnuð með lögum.
Og svona má lengi telja. Því miður.
Samt er víst allt mun ódýrara í USA en hér í landi sósíalismans.
Það sorglega er að bara hinir vel stæðu geta skroppið erlendis að kaupa ódýrt - meðan hinir fátæku verða að kaupa heima og borga uppsett verð.
Fólk verslar í auknum mæli í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þórhallur Heimisson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það geta allir verslað á netinu !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 30.8.2015 kl. 20:42
Ef þú verslar á netinu og færð sent heim þá þarftu að borga flutningskostnað og tolla o.s.frv.ef maður er að panta lítið í einu þá er flutningskostnaður sky high líka
Ari Lár (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.