12.10.2014 | 12:11
Íslam - fjórđi hluti
Í stuttu máli sagt má segja ađ í dag sé íslam hinn ríkjandi átrunađur í öllum Miđausturlöndum, ţ.e. í arabaheiminum, í Norđur -Afríku og í löndum Sahara eyđimerkurinnar. Ţar er ţó Ísrael undantekning og munum viđ fjalla um ástandiđ ţar síđar. Íslömsk menningaráhrif teygja sig yfir Vestur-Afríku, hluta Austur-Afríku eđa allt ţangađ sem nú er Kenya , Iran og A fganistan , Miđ-Asíu-löndin , Norđur og Norđ-Austur Indland, Malasíu og Indókína . Á Indlandi stóđ ríki múslíma hvađ hćst á valdatíma Mogulanna á 16. og 17. öld og ţađan er komin súfi stefnan sem er einskonar sambland af íslamskri eingyđistrú og hindúasiđ. Á suđur landamćrum Evrópu hertóku hersveitir múslíma Konstantínópel áriđ 1453 eins og fyrr segir og síđar allan Balkanskagann . Var ţá nafni Konstantínópel breytt í Ístanbúl , sem sagan segir ađ sé dregiđ af neyđarópi borgarbúa er ţeir sáu Tyrki streyma inn í borgina, en ţađ hljómađi svo eis ten polin á grísku. Undir Ottómönum í Tyrklandi sátu hersveitir múslíma síđast um Vínarborg í lok 17. aldar. Enn eru margir múslímar búsettir á Balkanskaganum og vćri hćgt ađ fjalla í löngu máli um ţá hörmungarsögu sem ţar hefur átt sér stađ síđan á 16. öld.
Sömuleiđis eru fylgendur íslam stór og áberandi minnihlutahópur í Taílandi , Filipseyjum , Kína , Madagaskar , og Tansaníu. Ţađ má segja ađ hin íslömsku lönd myndi einskonar hálfmána frá Indónesíu í austri ađ Madagaskar á Afríkuströndinni í vestri enda eru ţessi lönd oft kölluđ lönd hálfmánans, en hálfmáninn er tákn íslam..
Eins og sést á ţessari upptalningu liggja flest lönd múslíma utan sjálfs arabaheimsins ţó ađ áhrif arabamenningarinnar séu auđvitađ sterk, enda trúarrit íslam, Kóraninn, ritađur á arabísku. Fjölmennustu lönd hins múslímska menningarheims liggja í Suđ-Austur-Asíu, ţ.e. Indónesía, Pakistan og Bangaladesh.
Íslam náđi ekki ađeins skjótri útbreiđslu ţegar í upphafi vegna dugnađar araba í hernađi og upplausnarinnar sem ríkti í Evrópu og Persíu. Sjálfur átrúnađurinn hafđi líka margt fram ađ fćra og bođskapurinn ţjappađi Aröbum saman enda einfaldur og öllum skiljanlegur. Múslímar lutu ţannig einum leiđtoga, Múhameđ, höfđu eitt trúarrit sem allt byggđi á, Kóraninn, og buđu fram skipulag og öryggi ţegar upplausn ríkti í Evrópu vegna ţjóđflutninga. En ţó útbreiđsla hins múslímska ţjóđskipulags hafi veriđ skjót, tók ţađ auđvitađ lengri tíma ađ fá hinar sigruđu ţjóđir til ţess ađ taka trúna. Meira ađ segja í ţeim löndum viđ botn Miđjarđarhafsins er teljast kjarnasvćđi íslam, er stór hluti ţegnanna enn í dag kristinn og í löndunum sunnan Sahara berast kristnir ţjóđflokkar og íslamskir á banaspjótum. Í öđrum löndum eru ţeir sem játa íslam ađeins stór minnihluti, til dćmis á Balkanskaganum eins og átökin milli múslíma og kristinna ţar hafa sýnt á undanförnum árum. Um ţessar mundir sćkir íslam hvađ hrađast fram í Afríku og einnig međal ţjóđfélagshópa af afrískum uppruna í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.
Um bloggiđ
Þórhallur Heimisson
Fćrsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.