Íslam - þriðji hluti.

Íslam þýðir í raun og veru "undirgefni" við hinn eina sanna Guð. Við Íslendingar köllum oft íslam "múhameðstrú", og viljum þá kenna íslam við spámanninn Múhameð er byrjaði að boða trú um og upp úr 620 e.kr. En það er alrangt að gera slíkt. Íslam er helgað undirgefninni við Guð, og er ekki trú á Múhameð spámann.

Vöggu Íslam er að finna á .i.Arabíuskaga; og þaðan breiddist trúin og hið íslamska þjóðfélag út  í norður og vestur. Fyrir daga Múhammeðs hafði ríkt á Arabíuskaganum fjölgyðistrú og ættbálkasamfélag. Ekkert var ættbálkunum ver við en miðstýring og ríkisvald og vildi hver stjórna sér. Það var auðvitað þannig að ættfeður hvers ættbálks  fóru með völdin og á margan hátt lifir ættfeðrahugmyndin enn góðu lífi hjá múslímum. Þó að allir ættbálkarnir hafi viðurkennt helgi steinsins í Mekku sem við munum heyra nánar um síðar, þá ríkti þannig í raun og veru stjórnleysi í arabaheiminum þegar Múhameð hóf trúboð sitt. Það var ekki nóg með að hver ættbálkur sæi um sig, heldur trúðu ættirnar hver á sín goðmögn og áttu í endalausum erjum við nágrannaættbálkana.

Hersveitir múslíma breyttu öllu þessu.

Eftir að hafa sameinað Arabíuskagann undir stjórn Múhammeðs, lögðu múslímar undir sig .i.Palestínu; , .i.Sýrland; og .i.Persíu ;og teygðu sig þaðan inn í Mið og Suður-Asíu. Í vesturátt sigruðu íslamskar hersveitir .i.Egyptaland;, .i.Líbíu;, .i.Túnis;, .i.Alsír;, .i.Marokkó;, .i.Spán ;og .i.Portúgal;. Pólitískt vald íslam breiddist ótrúlega hratt út, því trúboðið fór fram í krafti hervalds og þau lönd sem lutu valdi herja íslam urðu að taka upp stjórnkerfi múslíma. Reyndar blönduðust arabar fyrst í stað lítið heimamönnum í hinum hernumdu löndum, heldur byggðu þeir nýjar borgir þar sem setuliðið bjó, en heimamenn borguðu skatta og skyldur. Það þýddi þó ekki að hernumdar þjóðir gætu haldið áfram lífi sínu sem fyrr. Að vera undirgefinn Guði átti ekki bara við á helgum dögum, heldur varð allt þjóðfélagskerfið að lúta lögmáli trúarinnar.

Á grunni íslam og í krafti herja araba varð á örskömmum tíma til miðstýrt heimsveldi sem náði allt frá landamærum Frakklands í vestri að Samarkandi Mið-Asíu í austri. Framrásin varð fyrst stöðvuð Evrópumegin í orustunni við Poitiers í Frakklandi árið 732 þar sem Frankar fóru með sigur af hólmi. En arabar héldu spænsku hálfeynni í rúmlega 700 ár.

         Það eru margar ástæður fyrir því hversu hratt gömlu heimsveldin  sem urðu á vegi múslíma hrundu til grunna. Íslömsku sigurvegararnir komu oftast vel fram við hinar sigruðu þjóðir, og margir litu í raun á þá sem frelsara undan grimmri harðstjórn og kúgun. Til dæmis komu múslímar mun betur fram við koptísku þjóðkirkjurnar í Egyptalandi og Sýrlandi, heldur en nokkur tíma Aust-Rómverska eða  Býsnatíska ríkið hafði gert. Höfuðborg þess var Konstantínópel eða Mikligarður, og Konstantínópel réð yfir öllum löndunum við botn Miðjarðarhafsins þegar Múhameð hóf sigurgöngu sína. Í Konstantínópel viðurkenndu menn bara eina kirkju, hina grísk kaþólsku og létu aðrar sæta kúgun og órétti. En arabar leifðu þjóðkirkjunum aftur á móti að starfa óáreittum. Hið sama átti við um gyðinganýlendurnar sem áttu í vændum betri tíð eftir að yfirráðum kristinna manna lauk. Auk þessa hafði Býsantíska ríkinu, eða Aust-Rómverska ríkinu, blætt  út þegar hér var komið sögu í átökum við Persa í austri og rómversk kaþólska í vestri. Þjóðflutningar höfðu einnig lamað mótstöðu Evrópumanna og í arabaheiminum var íslam sameiningartákn sem menn gátu fylkt sér undir. Evrópa var aftur á móti klofin í austur og vestur kirkjuna. En í Litlu -Asíu þar sem nú er Tyrkland, tókst múslímum ekki að brjóta á bak aftur hersveitir Býsantíska keisarans.

Þar hallaði þó undan fæti eftir því sem aldir liðu og smátt og smátt tókst múslímum að klípa utan af gamla keisaraveldinu. Og þó að Mikligarður hafi varist árásir múslíma allt til ársins 1453, þá þurftu heimamenn þar ekki síður að standa í stappi við kristna meðbræður sína sem oft fóru með báli og brandi gegn Býsantíska ríkinu. Þannig bitnuðu krossferðirnar ekki aðeins á Aröbum í Ísrael, heldur líka á Bysantíum. Og í lokaorustunni um borgina miklu áruð 1453, voru það aðeins fámennar sveitir ítalskra dáta sem veittu leifum rómverska ríkisins einhvern stuðning. En eins og segir í ljóði Steins Steinarr, þá vinnur ekki neinn sitt dauðastríð.

Gott er að skipta sögu íslam í þrjú tímabil í grófum dráttum til að gera sér grein fyrir framvindu mála.

Fyrsta tímabilið getum við kallað frumsöguna, og nær það frá 622 og allt til ársins 732 þegar fyrsta stóra borgarastyrjöldin klauf ríkið niður .

Annað tímabilið nær frá árinu 732 til 1258 þegar Abbasitar ríktu yfir mestum hluta hins mikla veldis íslam, enn höfuðborg þeirra var í Mesópótamíu, Millifljótalandinu, þar sem núna eru löndin Írak og Íran. Þetta tímabil er oft kallað "klassíski" tíminn, þegar íslömsk menning var á hápunkti dýrðar sinnar.

Eftir 1258 og þar til er herveldi Vesturheims fóru að leggja undir sig lönd múslíma á 18. og 19. öldinni, getum við kallað "síð -miðaldir". Það er tímabil Ottómana í Tyrklandi og múslímska ríkisins á Indlandi.

Aldirnar tvær, hina 19. og 20.  hafa síðan einkennst af stöðugum átökum við efnahagslegt og hernaðarlegt vald hins vestræna, kristna heims. Megin hluta þess tíma hefur hið fyrrum stolta veldi múslíma verið margklofið og hersetið af erlendum þjóðum. Sú auðmýking í ljósi hins áður svo glæsta ferils, skýrir kannski að nokkru þá beiskju sem í dag ríkir í garð Vesturveldanna meðal margra íslamskra þjóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Greinarhöfundur trúir greinilega á Islam.Islam hefur alltaf verið kúgunarsamtök og þótt þýðingin á Islam merki undirgefni þá er félagsspurinn ekki betri fyrir það.Margir eru nú farnir að skilgreina Islam sem hryðjuverkasamtök.Að halda því fram að allt sé gott þar sem Guðsýmind kemur við sögu er rugl.Ef Hitler eða Stalín hefðu sagst hafa umboð Guðs og byggt hús til dýrðar honum hefðu þeir verið í sömu sporum og Múhammeð.Þekking manna á Guði er jöfn hvar sem menn standa í þjóðfélagsstiga eða stiga menntunar.Allir vita jafnmikið eða jafnlítið um Guð.Meðlimir Islamska ríkisins telja sig vita mest um Islam og hvernig framfylgja beri stefnu Múhammeðs til að þóknast Alla.Gangi þér vel á vegi Islam.

Sigurgeir Jónsson, 11.10.2014 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórhallur Heimisson

Höfundur

Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson

Höfundur er sóknarprestur í Breiðholtskirkju og hefur stundað hjóna og fjölskylduráðgjöf um árabil. Hann hefur einnig stundað framhaldsnám í trúarbragðafræði 

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ISIS
  • image
  • image
  • Breiðholtskirkja vetur
  • 12308174 10206547354895816 7660961963820362976 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband