29.7.2015 | 06:45
v/s Að leigja í Svíþjóð og á Norðurlöndunum
Það má segja að það hvernig búið er að fólki á húsnæðismarkaði segi allt sem segja þarf um það samfélag sem við lifum við. Hér í Svíþjóð þar sem ég hef búið undanfarin þrjú ár eru leiguíbúðir raunverulegur og góður valkostur fyrir alla. Húsnæðisfélög bjóða allar stærðir af íbúðum fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Auðvitað þarf oft að vera á biðlista eftir húsnæði þar sem húsnæðisskortur er í Svíþjóð, en hægt er að skrá sig við 18 ára aldur. Sem allir gera.
Þegar fjölskylduaðstæður breytast er auðvelt að breyta um íbúðastærð. Í boði eru litlar og stórar íbúðir, raðhús og einbýlishús. Og auðvitað íbúðir fyrir eftirlaunaþega. Á sanngjarnri leigu.
Að sjálfsögðu geta leigjendur treyst því að leigan er æfilangt. Enginn missir leiguíbúð svo fremi hann greiði leiguna og gangi vel um.
Ekki er hægt að hækka leiguna nema semja um það við leigjendasamtök sem semja fyrir alla leigjendur. Auðvitað er frjálst að vera í slíkum samtökum. Leigan er því yfirleitt sanngjörn.
Lög tryggja að leigusalar þurfa að halda við íbúðum og þjónusta.
Ég leigi og bý t.d. í íbúð þar sem fylgir þvottavél og þurrkari. Hér um daginn bilaði þvottavélin og daginn eftir var komin ný. Þetta er aðeins lítið dæmi.
Þannig er reyndar staða leigumála um öll Norðurlönd.
Og þykir sjálfsögð.
Nema á Íslandi.
Slegist um íbúðir til leigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þórhallur Heimisson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara önnur hliðin á þessum pening.
Einnig er mikið af leiguíbúðum í einkaeigu og þar er á ferðinni tam.algjört viðhaldsleysi,rakaskemmdir og hreinlega heilsuspillandi umhveri og leigusalinn gerir ekkert.
Aðrir fá uppsagnarbréf vegna þess að meiningin er að gera upp íbúðina (alla blokkina) og mun svo leigan hækka um100% eftir aðgerðina. og þeta fólk hefur jafnvel búið þarna í áratug.
Siðan getur enginn fengið leigða íbúð nema að hann hafi vinnu og enginn fær vinnu nema hafa
íbúð og vera skráður með fasta búsetu.
Þetta er hin hliðin á gullmyntinni hér í Svíðjóð
Pall Kaj Gunarsson
Svíðjóð
Páll Kaj Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 08:51
Eru leigusamningar vísitölutengdir í Svíþjóð?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2015 kl. 11:40
Þetta er rétt hjá ykkur báðum.
Í Danmörku, þar sem ég þekki til, er þannig kerfi eins og í Svíþjóð og hefur verið áratugum saman (sjá: http://aztec.blog.is/blog/aztec/entry/1441325/). Og þótt einnig séu hákarlar á prívatleigumarkaðnum sem féfletta leigjendur sem eru í akut húsnæðisvanda, þá breytir það sízt þeirri staðreynd að almennyttige boliger er góður valkostur fyrir fólk sem getur beðið 1-2 ár á biðlista. Enda innbyggt leigjendavernd. Íslendingar eru svo aftarlega á merinni hvað svona lausnir varðar, að við erum komin undir stertinn. Þetta ófremdarástand hér á landi er fyrst og fremst að kenna þeim huglausu dugleysingjum sem hafa setið á Alþingi sl. 70 ár.
Það er rétt, að við útleigu á dýrari almennyttige íbúðunum er litið til launatekna, en þegar fólk hefur fengið íbúð, fær það að búa þar þótt það missi vinnuna, svo fremi sem húsaleigan getur verið greidd. Þá má benda á að húsaleigubætur geta farið allt upp í 50% af húsaleigunni, ef um lágtekjufólk eða lífeyrisþega er að ræða.
Pétur D. (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 12:13
Guðmundur, hvað varðar Danmörku, þá hækkar húsaleiga lítillega bara einu sinni á ári (1. janúar) í takt við verðbólgu. Ég geri ráð fyrir að um sama sé að ræða í Svíþjóð.
Þar eð engin almenn vísitölubinding eða verðtrygging á lánum er í gangi í Danmörku, þá hefur verðbólgan engin áhrif á höfuðstól lána.
Pétur D. (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 12:18
Þannig að spurningin hér á landi verður áfram: Hvenær ætlar ríkið að setja skattfé almennings í að niðurgreiða leigumarkaðinn í stórum stíl eins og gert er á hinum norðurlöndunum? Hvenær hækka húsaleigubætur og hvenær verður leigusala skattfrjáls og gjaldalaus?
Davíð12 (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 14:09
Þú misskilur víst eitthvað mikið, Davíð12. Það er ekki ríkið sem byggir almennyttige boliger á Norðurlöndunum, heldur sjálfstæð byggingarfélög sem byggja fyrir leigumarkaðinn. Þessar íbúðir eru sjálfbærar og allur hagnaður fer í nýbyggingar af leiguíbúðum og viðhald.
Hér á landi var og er einhver stofnun sem heitir Félagsbústaðir. Þessi stofnun eru algjörlega spillt glæpasamtök, sem hafa gróðasjónarmið sem hugsjón og sem gefa skít í leigjendur. Spillingin hér á landi er svo rótgróin í öllu að réttast væri að restarta þjóðfélaginu. Fyrsta skrefið væri að losa sig við allar stjórnmála- og embættismannaklíkurnar, byrja á að hreinsa út á Alþingi.
Pétur D. (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 14:22
Það er ekki ríkið sem byggir almennyttige boliger á Norðurlöndunum, heldur sjálfstæð byggingarfélög sem byggja fyrir leigumarkaðinn og njóta skattafríðinda sem önnur fyrirtæki njóta ekki. Þessar íbúðir eru sjálfbærar með þessum skattaívilnunum og allur hagnaður fer í nýbyggingar af leiguíbúðum og viðhald sem undanþegið er sköttum og gjöldum. Auk þess greiðir ríkið leigutökum háar húsaleigubætur. Án aðkomu skattgreiðenda væri kerfið annað.
Davíð12 (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 15:06
"Án aðkomu skattgreiðenda væri kerfið annað."
Já. Þá væri það ómannúðlegt. Aðkoma ríkisins almennt skilgreinir að hluta til norræna velferðarkerfið á jákvæðan hátt. Á Íslandi er enginn snertiflötur milli ríkisins og leigumarkaðarins því að alþingismenn og embættismenn eru allir húseigendur og þeim er skítsama um fólk sem þarf að taka íbúðir á leigu.
Hugsunarháttur þeirra er að laissez-faire liberalisminn sem hefur þrifizt á leigumarkaðnum jafnfram græðginni og spillingunni sl. áratugi eigi ætíð að vera vopn elítunnar gegn láglaunafólkinu. Og í þeim efnum eru kratarnir og kommarnir ekkert skárri en íhaldsöflin eins og sannaðist á því myrka tímabili 2009-2013 þegar ríkisstjórn sem átti að vernda alþýðuna gegn áhrifum kreppunnar beitti sér í staðinn gagngert gegn láglaunastéttum landsins.
Pétur D. (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.