Íslam ellefti hluti: Eftir daga spámannsins

     Ţróunin eftir daga Múhameđs.

         Ríki múslíma var frá upphafi hugsađ sem eitt. Eftir andlát Múhameđs breiddist veldi múslíma mjög hratt út. Ađferđin var ćtíđ sú sama er ný ríki voru innlimuđ. Heimamenn fengu ađ annast innheimtu skatta og fjármál en arabar stjórnsýsluna. Gamla Aust-Rómverska ríkiđ var ađ missa tökin , ţó ţví tćkist ađ halda lífi allt fram ađ lokum miđalda og verja ţannig Evrópu árásum úr suđri. Ţađ var ekki fyrr en eftir fall Bysantíum eđa Miklagarđs eins og forfeđur okkar kölluđu borgina viđ Bosporussund,  ađ Evrópu í alvöru var ógnađ af herjum múslíma.Smátt og smátt eftir ţví sem aldir liđu leystist  íslamska ríkiđ, umman, upp í smćrri einingar. Ţau landflćmi sem múslímar lögu undir sig voru einfaldlega of stór til ţess ađ nokkurt eitt ríkisvald gćti stjórnađ ţeim öllum í einu ,fyrir daga nútíma samgangna. Upphaflega átti kalífinn ađ vera eftirmađur Múhameđs í sameinađri veröld íslam. .i.Kalif ;er titill sem ţýđir í raun “umbođsmađur” og var Kalifinn ţannig umbođsmađur Múhameđs í heiminum.  Af ţví ađ enginn munur var á hinu andlega og hinu veraldlega valdi ,var kalifinn  bćđi stjórnarleiđtogi og .i.Iman;, eđa trúarleiđtogi. Ţađ gerđist ţó fljótt ađ sérstök stétt trúarleiđtoga, Imana, tóku yfir stjórnun trúmálanna, en  .i.vesírarar; fóru međ hiđ veraldlega vald í nafni kalífans.

          Á 11. og 12. öld var kalífinn ţví orđinn lítiđ annađ en valdalaust tákn fyrir heimsveldi sem í raun var margklofiđ í andstćđar fylkingar er börđust um völdin.  Stjórnarumdćmi kalifans kallađist kalifat. Árin 632-661 réđ kalífatiđ í Medínu yfir hinum íslamska heimi, en frá 661-750 fór kalifatiđ í Damaskus á Sýrlandi međ öll völd. En stöđugt börđust ćđstu menn hins víđfeđma samfélags um völdin. Áriđ 750 náđu .i.Abbasitar; i Bagdađ völdum og fluttu miđstöđ ríkisins austur ţangađ. Ţeir báru síđan titil kalifans allt til 1258 .  En ţeir voru ţó orđnir nćsta valdalitlir undir ţađ síđasta og höfđu Seljúkar af tyrkneskum ćttum í raun öll völd Abbasítana í hendi sér. Sérstakt kalifat hafđi líka veriđ stofnađ á Spáni og í Egyptalandi ţannig ađ enginn eining ríkti um hver ćtti ađ vera umbođsmađur Múhameđs.

         Á ţessum öldum reis ný menning viđ Miđjarđarhaf, menning er síđar átti eftir ađ teygja sig allt til Filipseyja í austri. Íslam bar sigurorđ af hinni kristnu/grísku/rómversku menningu sem ríkt hafđi viđ Miđjarđarhafiđ um aldir. Arabískan tók viđ af latínu og grísku sem verslunar og menningarmál og viđskiptin fćrđust í austur -vestur stefnuna, í stađ norđur -suđurs. Evrópa einangrađist og braust ekki út úr einangruninni fyrr en međ landafundunum miklu á 16. öld. Sumir sagnfrćđingar vilja halda ţví fram ađ Evrópa hafi orđiđ til í baráttunni viđ Íslam, enda eru ekki nema um 1000 km. sem ađgreina framsókn múslíma viđ .i.Potier; í Frakklandi ţar sem ţeir voru stöđvađir áriđ 732 og ţađ lengsta sem Tyrkir komust viđ Vínarborg á 17.öld.

         Á ţessu nýja menningarsvćđi blómstrađi hámenning sem hvergi átti sinn líka á miđöldum og ţó víđar vćri leitađ í sögunni. Miđstöđvar hinnar nýju menningar íslam var ađ finna í Bagdađ í Persíu, í Kairó í Egyptalandi og í .i.Cordova; á Spáni.  Í Cordovu , sem margir íslendingar ţekkja, stofnuđu Umajadar nýtt Kalífat á dögum Abd al-Rahman á 10. öldinni og ţar reis hin nýja menning hvađ hćst. Engar ađrar borgir í Vestur-Evrópu komust međ tćrnar ţar sem Cordova hafđi hćlana. Á međan hin kristna Evrópa lá í dvala miđaldamyrkursins, blómstrađi hámenning á Cordovu ţar sem nýjar hugmyndir spruttu fram, bćkur voru skrifađar, byggingar reistar og listaverk sköpuđ sem eiga sér fáar hliđstćđur í heiminum. Ađeins Konstantínópel og Bagdad státuđu af svipađri menningarsköpun. Í Cordovu voru 37 bókasöfn fyrir utan háskólabókasafniđ ţar sem geymdar voru 400.000 bćkur. Ţar voru líka ótölulegur fjöldi bókaverslana, 800 skólar á vegum ríkisins, 600 moskur, 150 spítalar, 900 opinber böđ, 130.000 hús og hálf milljón íbúa. Á sama tíma og íbúar parísar og Lundúna gengu um myrkar, illa ţefjandi forargötur, voru götur Cordóvu hellulagđar og upplýstar. Landbúnađur og tćknikunnáttu tóku líka miklum framförum og 1000 skipa floti hélt uppi tengslum ţvert yfir Miđjarđarhafiđ. Bćđi drengir og stúlkur fengu skólagöngu ţar sem kennt var í íslömskum frćđum, stjörnufrćđi, stćrđfrćđi, heimspeki og lćknisfrćđi. Lykillinn ađ velgengni Cordovu var frjálslyndi í trúarskođunum. Kristnir og gyđingar fengu óáreittir ađ stunda trú sína og kristin og gyđingleg frćđi. Einn frćgasti heimspekingur gyđinga .i.Ibn Maymun;, eđa Maimonodes, bjó einmitt í Cordovu en hann lést áriđ 1204.

         Ţessi glćsta hámenning Cordovu hrundi til grunna ţegar “reconquista”  eđa endurvinningar ţeirra Ísabellu og Ferdinands spánarkonungs og drottningar hófust á 16. öldinni. Eftir ađ ţau lögđu undir sig ríki múslíma á Spáni, voru gyđingar og arabar gerđir brottrćkir ţađan og átrúnađur ţeirra bannađur. Spćnski rannsókanrrétturinn sá svo um ađ útrýma ţví sem eftir stóđ og ţeim hinum kristnu sem höfđu vikiđ af réttri leiđ. En ţó ađ flestar byggingar Cordovu hafi veriđ jafnađar viđ jörđu og bókasöfn hennar brennd, ţá lifir hin forna menning Kalifatsins á Spáni enn góđu lífi í tungumáli okkar og Evrópumanna og sýnir ţađ e.t.v. best hin miklu áhrif ţessarar borgar . Frá Cordovu eru komin orđ eins og albatros, banani, blússa, lútur, monsun, múskat, kamel,kaffi, gírafi, gítar, natron, hrís, sóffi, síróp, fíll, almanak, kanill og mörg , mörg fleiri.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Þórhallur Heimisson

Höfundur

Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson

Höfundur er sóknarprestur í Breiðholtskirkju og hefur stundað hjóna og fjölskylduráðgjöf um árabil. Hann hefur einnig stundað framhaldsnám í trúarbragðafræði 

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ISIS
  • image
  • image
  • Breiðholtskirkja vetur
  • 12308174 10206547354895816 7660961963820362976 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband