14.10.2014 | 20:07
Íslam - fimmti hluti
Ein af forsendunum ţess ađ skilja íslam er ađ átta sig á arabíska hugtakinu ummah. Ummah er heitiđ á samfélagi allra múslíma í veröldinni. Samkvćmt kenningu múslíma er hin íslamska ummah, eđa hiđ íslamska samfélag, ein eining, bundin af trú á orđ Kóransins. Ţetta var byltingarkennd hugmynd í ćttbálkasamfélagi Arabíuskagans á tímum Múhameđs, ţví hún fól ţađ í sér ađ ćttirnar yrđu ađ slíđra sverđin og standa saman. Hugmyndirnar um ummuhna eru líka drifkrafturinn á bak viđ hinn svokallađa pan-arabisma, eđa tilraunir múslíma á 20. öld til ađ sameinast í eitt ríki.
Á Vesturlöndum setja menn gjarnan samasemmerki á milli íslam og arabaheimsins. En í dag telja arabar ađeins einn fimmta af öllum múslímum í heiminum. Samt er mikilvćgi araba óumdeilt međal múslíma og kemur ţar margt til. Íslam varđ til á Arabíuskaganum og er rótfest í arabískri menningu og tungu. er hiđ helga tungumál Kóransins og síđast en ekki síst geyma arabísk lönd helga stađi sem allir múslímar ţurfa ađ sćkja heim í pílagrímsferđum. Er ţar auđvitađ átt viđ borgirnar Mekku og Medínu sem báđar eru í Saudi-Arabíu. Arabískan
Í dag búa rúmlega 300.000.000 múslímskra araba á svćđi sem nćr frá Máritaníu til Írak. Ţeir eru ekki allir arabískir ađ kynţćtti en tungumál ţeirra er arabíska og hún sameinar ţá. Meirihluti araba eru múslímar ţó ađ víđa í hinum arabíska heimi sé ađ finna kristna minnihluta, t.d. koptísku kirkjuna í Egyptalandi, Armena í Tyrklandi, og Sýrlensku kirkjuna. Ofsóknir gegn kristnum ađ undanförnu hefur ţó orđiđ til ađ fćkkađ hefur í ţeirra hópi og enginn veit í raun hversu margir eru eftir í gömlu kirkjunum á ţessu svćđi. Flestir arabar teljast til sunnímúslíma.
Nćst elsta og áhrifamesta íslamska menningarsvćđiđ er hiđ persneska. Til ţess teljast Íranir en einnig ţjóđir ţeim náskyldar er tala svipađ tungumál. Ţar má nefna Kúrda, Afgani, Tajikista, Uzbekista og Pakistana. Hinn persneska menningarheild telur rúmlega 200.000.000 múslíma. Ţó ađ Persaveldi hafi upphaflega veriđ innlimađ í heim múslíma međ hervaldi ţá fór svo ađ framlag Persa í listum og frćđum átti eftir ađ verđa ómetanlegt fyrir íslamska menningu. Á hinu persneska menningarsvćđi eru shía múslímar í meirihluta. Nánar verđur sagt frá sunní og shía í nćstu pistlum.
Náskyldir persnesku ţjóđunum og af indóevrópska stofninum eru múslímar á hinu indverska meginlandi. Ţeir eru langstćrsti menningarhópur múslíma í heiminum eđa um 450.000.000 og búa í Pakistan, Bangladesh og á sjálfu Indlandi
Tyrknesku ţjóđirnar eru ţriđjar í röđinni hvađ stćrđ en áhrif ţeirra eru mikil í heimi múslíma. Eru tyrknesku ţjóđirnar dreifđar allt frá Balkanskaga í vestri til Síberíu í austri. Tyrkir hafa haft mikilvćgu hlutverki ađ gegna í sögu íslams á undanförnum öldum. Tyrkjaveldi var síđasta stórveldi múslíma og Tyrkjum tókst nćstum ţví ađ brjóta sér leiđ inn ađ hjarta Evrópu á sínum tíma. Ţeir komu á fót ottómanska heimsveldinu sem stóđ í einar sjö aldir eđa allt fram yfir fyrri heimsstyrjöldina, ţó ţađ hafi veriđ á brauđfótum síđustu einu og hálfa öldina. Tyrki er ekki ađeins ađ finna á hinu gamla áhrifasvćđi Ottómananna eđa í Tyrklandi eins og viđ ţekkjum ţađ í dag. Margar af ný-sjálfstćđum ţjóđum Kákasus og Miđ-Asíu landanna eru tyrkneskar ađ uppruna. Einnig búa margir Tyrkir í Rússlandi. U.ţ.b. 200.000.000 manna teljast til hinnar tyrknesku menningarheildar.
Íslamskur átrúnađur barst snemma til Afríku handan Sahara eyđimerkurinnar og afríkanskir múslímar hafa lagt sitt lóđ á vogarskálar ţeirrar ţróunar sem ađ baki íslam býr. Samkvćmt sögunni var sá ţjónn Múhameđs sem kallađi spámanninn til bćna, blökkumađur, ţannig ađ blökkumenn hafa frá upphafi tengst sögu múslíma. Í dag játa um 200.000.000. íbúa Afríku íslam.
Íslam barst frekar seint til Malasiu en í dag er Indónesía lang fjölmennasta einstaka íslamska landiđ í heiminum. Í Indónesíu búa um 250.000.000 múslíma. Indónesísk-íslömsk menning spannar Indónesíu, Malasíu, Brunei, Suđur-Filipseyjar og nokkur landsvćđi á Taílandi og í Kampútseu. Hörđ átök hafa löngum veriđ milli kristinna manna og múslíma bćđi í Indónesía og Afríku.
Minna ţekkt er saga múslíma í Kína , en samfélag ţeirra ţar telur einhverstađar á milli 30-100 milljónir manna. Ţetta er gamalt samfélag sem varđ til á 7. öld og í Kína hefur ţróast kínversk-íslömsk menningararfleifđ međ sín eigin sérkenni. Múslímar hafa átt í útistöđum viđ kommúnistaflokkinn ađ undanförnu og sér ţví miđur ekki fyrir endann á ţeirri ţróun.
Ekki má gleyma ţeim múslímum sem búa í Evrópu og Ameríku. Ţeir eru ađ vísu fámennir en hafa mikil áhrif á umrćđuna hér á Vesturlöndum. Flestir eru innflytjendur sem hafa komiđ til landa Evrópu og Ameríku eftir síđari heimsstyrjöldina í leit ađ betri lífsgćđum og á flótta frá fátćkt og vesöld. Ţar hafa ţeir stofnađ samfélög, byggt moskur og lifa lífi sínu sem múslímar. Ţví miđur eru horfur á ađ vaxandi spenna og átök einkenni samskipti ţeirra viđ heimamenn eins og fréttir hafa sýnt, međ vaxandi ţjóđerniskennd og ítökum ţjóđernissinna.
Allar ţćr tölur sem hér eru nefndar ţarf auđvitađ ađ taka međ fyrirvara, enda ţróunin ör og átök víđa á ţeim svćđum sem um rćđir - mannfjöldatölur breytast ţví skjótt.
Um bloggiđ
Þórhallur Heimisson
Fćrsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.