Íslam - annar hluti

Ég sagði aðeins frá Múhameð í fyrsta pistlinum sem ég ætla að vera með hér á blogginu um íslam og kristni.

En áður en lengra er haldið ætla ég að hoppa aðeins fram í tímann og segja smá reynslusögu.

Fyrstu persónulegu kynni mín af íslam voru árið 1989 þegar ég var á ferð í Tyrklandi ásamt góðum félögum mínum úr Háskólanum.  Auðvitað hafði maður lært um þennan átrúnað í skólanum, en það var allt á bókina. Markmið ferðarinnar var reyndar ekki að kynnast íslam, heldur að skoða minjar um forna gríska og rómverska menningu Tyrklands, en slíkar minjar blasa þar við á hverju götuhorni. Einnig ætluðum við að fara að fjallinu .i.Ararat; þar sem sagan segir að örkin hans Nóa hafi strandað eftir syndaflóðið. Ararat liggur reyndar í .i.Armeníu; og þegar til kom var búið að loka landamærunum vegna borgarastríðsins sem þá geisaði í .i.Kákasuslöndunum ;þannig að ekki sáum við örkina í það skiptið. Þetta var erfitt ferðalag um  eyðimerkur og hásléttur þessa hrjóstruga og þurra lands sem um leið er svo heillandi og dulúðugt og fullt af yndislegu og vinalegu fólki, þvert á það sem margir Íslendingar halda. Hér á landi sjá menn bara fyrir sér Tyrkjaránið þegar minnst er á Tyrkland og gleyma því að þeir ræningjar sem þá sóttu landið heim voru frá Alsír en ekki .i.Tyrklandi;. Svona getur gamall misskilningur loðað lengi við og mótað hugmyndir heillar þjóðar .

          Þó að markmið ferðarinar hjá okkur guðfræðinemunum hafi upphaflega verið að komast í kynni við menningararf hins forna ríkis sem við Íslendingar kölluðum Miklagarð, en hét Býsantíska ríkið og var arftaki Rómaveldis, þá fór nú fljótlega þannig að lifandi menning Tyrkja og Tyrklands eins og hún mætir gesti  í dag, tók yfirhöndina. Og þar réði viðmót heimamanna í okkar garð einna mestu. Hvarvetna var okkur tekið með kostum og kynjum, sérstaklega uppi á hásléttunni þar sem útlendingar eru sjaldséðir. Þar var boðið upp á te, tyrkneskt kaffi, vatnsmelónur og smákökur og fór hið besta á með okkur og fjallabúum þó hvorugur skildi neitt í máli hins. Tyrkland var á sínum tíma eitt voldugasta ríki íslams og hins íslamska átrúnaðar. Nú er hið gamla ríki Ottómanana eins og það hét, löngu horfið, en eftir standa glæsilegar byggingar og mikill menningararfur.

         Bílstjórinn okkar í þessari ferð var nokkuð skondinn náungi. Hann var sanntrúaður .i.múslím; en um leið mjög nútímalegur Tyrki sem fékk sér í staupinu á barnum á hótelunum á kvöldin og skemmti okkur með frábærum sögum af sér og sínum. Hann viðurkenndi vissulega að það væri bannað að neita áfengis sem múslím, en tjáði okkur það að hann væri nú í þeirri aðstöðu sem rútubílstjóri að fara til Mekku einu sinni á ári með pílagríma. Þegar þangað væri komið sagðist hann  fórna úlfalda fyrir syndir sínar, og þar með væri allt í sómanum milli sín og Allah, en Allah heitir Guð múslíma. Enda hafði Bílstjórinn talnabandið alltaf við höndina, bæði í bílnum og á barnum og aldrei mistókst honum aksturinn. Rútan var að vísu æfagömul, skökk og skæld, en á hana hafði bílstjórinn okkar ágæti málað bænaorð úr Kóraninum í margskonar litum, þannig að hann var viss um það að ekkert gæti okkur grandað. Alla vega komumst við öll heil á húfi heim á ný þó sumir hafi reyndar verið með magaverk í nokkurn tíma á eftir. En það er önnur saga.

         Í þessum pistlumer það ætlunin að reyna að kafa aðeins niður í þennan margbreytilega átrúnað sem við guðfræðinemarnir rákumst á þarna á ferð um Tyrkland, átrúnað sem  í raun er svo allt öðruvísi en við Íslendingar gjarnan gerum okkur í hugarlund. Síðan þessi ferð var farin hef ég farið margoft til Tyrklands, lesið og rannsakað íslömsk fræði og sögu og eignast marga góða múslímska vini víða um lönd. Er reyndar nýkomin úr ferð um Svartahaf þar sem ég kom við í Ístanbúl og austanverðu Tyrkland hjá bænum Trabzon.

Íslam er alltaf í fréttunum í tengslum við skuggalega ofbeldismenn og ofsatrúarmenn. En eins og við ferðalangarnir komust að raun um í Tyrklandi hér forðum daga, þá er .i.íslam; svo miklu meira og flóknara en það eitt sem birtist í fréttunum hér á Vesturlöndum. Að segja að allir múslímar séu eins er líkt því að segja að allar kristnar kirkjudeildir séu eins. Og það er ekki víst að kristnir menn væru tilbúnir að skrifa upp á það!

Við skulum þess vegna byrja á því að reyna að átta okkur á því hvar íslam er að finna og í hvaða myndum. Síðar munum við kafa betur ofan í sjálfa kenningu múslíma og birtingarform hennar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórhallur Heimisson

Höfundur

Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson

Höfundur er sóknarprestur í Breiðholtskirkju og hefur stundað hjóna og fjölskylduráðgjöf um árabil. Hann hefur einnig stundað framhaldsnám í trúarbragðafræði 

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ISIS
  • image
  • image
  • Breiðholtskirkja vetur
  • 12308174 10206547354895816 7660961963820362976 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 8842

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband