Ertu međ til Jerúsalem áriđ 2016?

 

Á komandi hausti mun ég fara sem leiđsögumađur til Jerúsalem á vegum ferđaskrifstofunnar Vita. Nú í upphafi árs leitar hugurinn ţví ţangađ og hlakka ég mikiđ til. Í Jerúsalem sameinast fortíđ og nútíđ, tími og eilífđ og verđa eitt fremur en á nokkrum öđrum stađ á jörđinni. Saga borgarinnar nćr aftur í gráa forneskju. Hún var upphaflega reist fyrir ţúsundum ára af ţjóđum sem enginn kann skil á í dag. Á hverju götuhorni má greina niđ aldanna. Milljónir pílagríma hafa lagt allt undir í tímans rás til ađ sćkja Jerúsalem heim, eina helgustu borg ţriggja heimstrúarbragđa, gyđingdóms, kristni og íslam. Hjarta Jerúsalem er gamla borgin innan múranna, sem skiptist í borgarhverfi gyđinga, armena, kristinna og múslíma. Ţar má finna Grátmúrinn, Grafarkirkjuna, Via Dolarosa og Al Aqsa moskuna á Musterishćđinni auk margra annarra helgistađa. Á fornum kortum var Jerúsalem stađsett í miđju heimsins. Um hana hefur veriđ barist oftar en flestar borgir. Hebrear, Fönikíumenn, Hellenar, Egyptar, Babýlóníumenn, Assýringar, Rómverjar, Býsantíumenn, Arabar, Mongólar, Krossfarar, Ottómanar, Bretar, Frakkar og ótal fleiri hafa tekist á um hina helgu múra borgarinnar. Enn er deilt um borgina. Um leiđ er Jerúsalem tákn vonar og friđar og betri heims, tákn sem sameinar mannkyn um ćđri gildi. Hér má finna stórkostleg söfn, sýnagógur, kirkjur, moskur og ađrar frćgar byggingar fortíđarinnar. En hér knýr líka nútíminn dyra međ nýlistasöfnum, tónlist, mörkuđum og spennandi matargerđarlist. Ađ sćkja Jerúsalem heim er einstök upplifun sem enginn ćtti ađ láta framhjá sér fara.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Er eitthvađ ađ sćkja ţangađ?

Í Matteusar-guđspjalli 21:43. Segir Jesú Kristur viđ gyđinga:

"Guđsríki verđur frá yđur tekiđ og GEFIĐ ŢEIRRI ŢJÓĐ ER BER ÁVEXTI ŢESS" (Íslandi). 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1401114/

Jón Ţórhallsson, 2.1.2016 kl. 16:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Þórhallur Heimisson

Höfundur

Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson

Höfundur er sóknarprestur í Breiðholtskirkju og hefur stundað hjóna og fjölskylduráðgjöf um árabil. Hann hefur einnig stundað framhaldsnám í trúarbragðafræði 

Fćrsluflokkar

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

 • ISIS
 • image
 • image
 • Breiðholtskirkja vetur
 • 12308174 10206547354895816 7660961963820362976 o

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 1
 • Sl. viku: 1
 • Frá upphafi: 7579

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 1
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband