Tuttugu lögregluþjónar um miðja nótt?

Það sem vekur furðu margra í dag er mótsögnin á milli yfirlýsingar yfirvalda og atburða næturinnar.

Ef fjölskyldurnar höfðu sjálfar óskað eftir flutningi og samþykkt öll rök Útlendingastofnunar - hvers vegna þurfti þá 20 lögregluþjóna til að flytja tvö lítil börn, 3 ára og 5 ára, þar af eitt alvarleg veikt, og foreldra þeirra, til Keflavíkur?

Hefði ekki nægt að hringja í leigubíl fyrir fólkið til að skutla þeim suður eftir?  

Hvað var lögreglan að gera þarna í nóttinni?

Við þurfum að fá svar við því.


mbl.is Óskuðu sjálf eftir flutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Stórfrétt: Ég er sammála presti.

Guðjón E. Hreinberg, 10.12.2015 kl. 18:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mín ágiskun: reglur.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2015 kl. 18:25

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var þetta fólk með lögleg skilríki eða engin skilríki við komuna til landsins?

Ég hef oft farið frá Íslandi til Evrópu og mikið af þessum flugum er eldsnemma á morgnana, þar af leiðandi þarf að leggja af stað um miðja nótt.

Taldi presturinn hversu margir lögregluþjónarnir voru, eða er presturinn að skrökva?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 10.12.2015 kl. 19:18

4 identicon

Eru ekki sjúkrahús í Albaníu?

ólafur (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 21:08

5 Smámynd: Þórhallur Heimisson

Sæll Jóhann - nei, ég lýg ekki varðandi þessa tuttugu, þessi tala er fengin úr fjölmiðlum dagsins, frá Pressunni. 

Þórhallur Heimisson, 10.12.2015 kl. 21:29

6 Smámynd: Þórhallur Heimisson

".......segir heimildarmaður Pressunnar að um 8 lögreglumenn hafi borið töskur fjölskyldunnar og allt í allt hafi um 20 lögreglumenn verið á svæðinu." (pressan.is)

Þórhallur Heimisson, 10.12.2015 kl. 21:33

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já klerkur góður, ég mundi ekki taka skrif pressunar sem áreiðanlegar heimildir.

Ekki ætlaði ég þér það illt að þú værir að ljúga, en kanski skrökva gat verið. Nú veit ég hvernig þú komst að þessari tölu um fjölda lögregluþjóna þá ættla ég að taka það með fyrirvara og ráðlegg þér að gera það sama.

Svo auðvitað kemur spurningin, ef þú ert að fara í flug klukkan 7 að morgni og þarft að vera mættur minsta kosti tveimur til þremur tímum fyrir brottför í innskráningu, klukkan hvað mundir þú leggja af stað?

Ég skil það að það er fjöldinn allur af fólki sem blæs þetta út algjörlega af óþörfu í hita atburðains til að láta þetta líta eins illa út og hægt er.

En með lögum skal land byggja og þetta sama Góða Gáfaða Fólk ætti nú að snúa sér að hjálpa íslenskum fátækum börnum sem eru veik og komast ekki á sjúkrahús, hvernig lýst þér á það klerkur góður?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 10.12.2015 kl. 21:50

8 identicon

Mjög vel og alveg sammála. Hér þarf að hjálpa mörgum á landinu okkar kæra. Eins og í Vegas býst ég við. Og víða um heim. Og það þarf að fara að reglum og lögum, að sjálfsögðu. 

En um það er ekki rætt hér. Heldur hitt að þessi framkoma yfirvaldsins í nótt var ekki til fyrirmyndar. Við skulum bara horfast í augu við það og ræða hvernig betur má gera. Hugsaðu upp á nýtt og hugsaðu rétt - er sænskur málsháttur sem hér á vel við.

Við sendum ekki lögreglulið til að bera út varnarlaus lítil börn um miðja nótt.

Ekki ef við viljum kalla okkur siðaða þjóð

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 22:06

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þórhallur hvenær leggur þú af stað í flug ef brottför er klukkan 7 að morgni, ef þú þarft að vera mættur til innskráningar tveimur til þremur tímum fyrir brottför?

Það er annar góður málsháttur "Charity starts at home," first er að sjá um börn sem þurfa hjálp heima fyrir áður en við förum að hjálpa öðrum. Siðaðar þjóðir gera það þannig.

Það er blogg pistill á mbl.is blogginu þar sem eru upplýsingar hvernig Góða Gáfað Fólkið getur hjálpað fjölskylduni sem var vikið úr landi.

Ekki eru margar athugasemdir við pistilinn til þessa, en með öllu þessu fjaðrfoki þá mundi ég ættla að það væru komnar í það minsta 300 athugasemdir og styrktargjafir til þessa.

Einhverra hluta vegna þá held ég að allt þetta fjaðrafok hafi verið tóm sýndarmenska og samúðarhræsni Góða Gáfaða Fólksins, en ég ættla að vona að ég hafi ekki rétt fyrir mér.

Kveðja frá Las Vegas 

Jóhann Kristinsson, 10.12.2015 kl. 22:31

10 identicon

"Rík­is­lög­reglu­stjóri fram­kvæm­ir flutn­ing­inn og fór fólkið með flugi Frontex landa­mæra­stofn­un­ar­inn­ar."
Þetta segir í frétt mbl.is. Ef þeir sáu sjálfir um flutninginn hafa þeir væntanlega stjórnað tímunum líka. Við erum ekki að tala um helgar tilboð hjá wow air.

Sigbjartur Skúli Haraldsson (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 02:33

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það þarf ekki að vera að þeir hafi haft val á þeim tíma sem flugvélin var laus til að anna þessu verkefni, ég held að þetta sé ágiskun hjá þér Sigbjartur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 14.12.2015 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórhallur Heimisson

Höfundur

Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson

Höfundur er sóknarprestur í Breiðholtskirkju og hefur stundað hjóna og fjölskylduráðgjöf um árabil. Hann hefur einnig stundað framhaldsnám í trúarbragðafræði 

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ISIS
  • image
  • image
  • Breiðholtskirkja vetur
  • 12308174 10206547354895816 7660961963820362976 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband